Árangur

Að lifa heilbrigðum lífsstíl eykur líkurnar á þungun. Það er hægt að gera með því að forðast reykingar og áfengi, gæta að mataræði og draga úr koffínneyslu. Það að bíða ekki of lengi með barneignir er mikilvægur þáttur þar sem líkurnar á þungun fara minnkandi eftir 35 ára aldur konu, fyrir karla minnka gæði sáðfrumna líka með aldri. Með hækkandi aldri aukast einnig líkur á fósturláti, hvort sem um ræðir eftir náttúrulegan getnað eða tæknifrjóvgun.

Það er vel þekkt að ofþyngd hefur neikvæð áhrif á heilsu og getur gert það erfiðara fyrir að verða barnshafandi. Aukin hætta er einnig á fylgikvillum á meðgöngu móður og barn. Til að auka líkurnar á reglulegu egglosi og ná þungun getur lítið þyngdartap verið nægilegt. BMI <35 gefur meiri möguleika á meðgöngu, hvort sem er eftir náttúrulegan getnað eða með aðstoð. En jafnvel undirvigt og ofþjálfun getur einnig haft áhrif á líkur.

Fólk vill gjarnan vita hverjar líkur þeirra eru á árangursríkri meðferð hjá okkur, en erfitt er að gefa nákvæmt svar þar sem margir þættir spila inn í. Í viðtali getur læknir metið líkur skjólstæðings á þungun. Sem dæmi eru meðaltalslíkur á þungun fyrir sjúkling sem er yngri en 40 ára og kemur í glasameðferð með eigin egg og sæði eftir sáðlát u.þ.b. 50%.

Þættir sem hafa jákvæð áhrif á árangur hjá okkur:

 • Aldur konunnar er undir 35
 • Eðlileg sæðisrannsókn
 • Konan hefur áður fætt barn
 • Vandamálið er tengt eggjaleiðurum
 • Konan hefur farið í ófrjósemismeðferð

Þættir sem benda til meðaltalsárangurs:

 • Óskýrð ófrjósemi
 • Konan er með legslímuflakk
 • Vægt óeðlileg sæðisrannsókn
 • Konan er 35-39 ára

Þættir sem hafa neikvæð áhrif á árangur:

 • Konan er 40 ára eða eldri
 • Mjög óeðlileg sæðisrannsókn

Af öllum þessum þáttum vegur aldur konunnar mest.